27. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. nóvember 2022 kl. 08:37


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 08:37
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 08:45
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:37
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:49
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 08:37
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 08:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:37
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 08:37
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:37

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:39.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 08:37
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu.
Kl. 9:41. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ingilín Kristmannsdóttir og Ingveldur Sæmundsdóttir frá innviðaráðuneytinu.
Kl. 10:38. Runólfur Birgir Leifsson og Dagný Brynjólfsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Gestirnir kynntu þær breytingatillögur við frumvarpið sem falla undir ábyrgðarsvið ráðuneyta þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:49


3) Fundargerð Kl. 11:50
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:51